12.4.2006 | 12:37
Bíllinn minn hann Kári
Ég eignaðist Kára fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hann er fyrsti bíllinn minn og hélt ég að ég yrði nú ekki svo háð honum, hef nú bara tekið strætó og labbað þangað sem ég hef þurft að fara. Hefur hann reynst vinur í raun og alltaf komið mér heilli á áfangastað. Hann hefur samt átt sína slæmu daga:
*Hann hefur villst í Hafnarfirði í klukkutíma í einni götu. Reyndar nokkuð löng gata.
*Hann hefur villst á leiðinni í bústað þrátt fyrir mjög góðar upplýsingar.
*Það hafa verið klipptar af honum númeraplöturnar.
*Það hefur verið labbað yfir hann af mjög stórum og stæðilegum karlmanni.
*Hann hefur bakkað á annan bíl, hann er enn nokkuð sár yfir því.
Á sunnudaginn þurfti ég svo að skilja hann eftir í Hveragerði svo hægt væri að gera við hann. Það kostaði mig tuttuguþúsund krónur en mikið var ég fegin að fá hann aftur.
Um bloggið
Dagur í lífi Sally Spectra
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.