9.8.2006 | 11:29
Ferðalag
Jæja nú er maður loksins kominn til Danmerkur. Eftir mikinn kvíða og mikla spennu. Ferðalag okkar Lemma nammigrís gekk ofboðslega vel eiginlega bara merkilega vel. Ég var náttúrulega með farangur fyrir tvo, heil 54 kg og á sennilega ekki eftir að nota nema helminginn af dótinu. Lemmi nammigrís keypti sér eitt kíló af piparbrjóstsykri í fríhöfninni og vildi ekki sjá neitt annað. Hann var nú rosa duglegur og stilltur í flugvélinni. Lék sér fallega við Krúsídúllu bangsa. Svo lentum við á Kastrup og biðum í klukkutíma eftir lestinni. Það var smá vesen að koma töskunum upp í lestina en það er gott fólk allsstaðar og allir tilbúnir að hjálpa manni. Lestarferðin tók næstum fjóra tíma og Lemmi nammigrís fékk sér meira nammi og var í stuðinu. Það voru þessir fínu feðgar á móti okkur í lestinni og undir lokin voru þeir orðnir góðir vinir okkar Lemma. Íris tók svo á móti okkur á lestarstöðinni og fór með okkur heim. Sem er by the way úti í sveit. En agalega hugguleg sveit. Íbúðin er mjög flott og hún búin að finna sér mann á efri hæðinni til að vera skotin í. Ég á svo eftir að kaupa mér sæng, kodda og handklæði og svo þyrfti ég að finna mér burðardýr. Tek svo lest á sunnudaginn í skólann og þar verð ég sótt á lestarstöðina og keyrð í skólann. Jæja best að drífa sig í bæinn og kíkja á fleiri föt í hm. Leiter dúds.
Um bloggið
Dagur í lífi Sally Spectra
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.